Hefja viðræður á ný við Maduro

Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og yfirlýstur forseti landsins, …
Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og yfirlýstur forseti landsins, heldur ræðu fyrir stuðningsmenn sína í Kólumbíu. AFP

Juan Guaido, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og yfirlýstur forseti landsins, sagði að viðræður milli andstöðunnar og ríkisstjórnar Nicolas Maduro myndu hefjast á ný. Eiga viðræðurnar að fara fram á Barbados.

Guaido tilgreindi ekki nánar dagsetningu fyrir viðræðurnar, en í síðasta mánuði enduðu þær í pattstöðu á fundum í Noregi.

Sagði Maduro í tilkynningu að eftir beiðni frá Noregi myndi andstaðan mæta til viðræðna við „valdaræningjana“ á Barbados með það að markmiði að enda einræði Maduro.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert