Sendiherrann fyrrverandi verður lávarður

Kim Darroch, fyrrverandi sendi­herra Bret­lands í Banda­ríkj­un­um.
Kim Darroch, fyrrverandi sendi­herra Bret­lands í Banda­ríkj­un­um. AFP

Fyrrverandi sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, Kim Darroch, sem sagði af sér embætti eftir að hörðum ummælum sem hann hafði uppi um Donald Trump Bandaríkjaforseta var lekið til fjölmiðla, mun taka sæti í lávarðadeild breska þingsins.

Fjallað er um þetta á fréttavefnum Business Insider.

Darroch er á meðal þeirra sem Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur lagt til að verði heiðraðir en hefð er fyrir því að forsætisráðherrar leggi fram slíkar tillögur þegar þeir hætta en May lét af embætti síðasta sumar.

May hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir það hversu margar tillögur hún gerir og ennfremur að hún vilji heiðra fyrrverandi náið samstarfsfólk sitt sem ýmsir telja að eigi heiðurinn ekki skilinn enda hafi störf þeirra ekki skilað miklum árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert