Weinstein kemst að samkomulagi

Weinstein virðist vera orðinn lélegur til heilsunnar.
Weinstein virðist vera orðinn lélegur til heilsunnar. AFP

Eftir tveggja ára lagadeilur hafa Harvey Weinstein og stjórnendur kvikmyndavers hans komist að samkomulagi upp á 25 milljónir Bandaríkjadala við tugi kvenna sem sakað hafa Weinstein um kynferðisbrot.

Samkvæmt samningnum þarf Weinstein ekki að viðurkenna brot sín né greiða konunum krónu beint úr eigin vasa, að því er greint er frá hjá New York Times.

Um er að ræða greiðslu til yfir 30 kvenna, þeirra á meðal leikkvenna og fyrrverandi samstarfskvenna Weinstein, auk þess sem greiðslan mun ná til kvenna sem gætu stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein á næstu mánuðum.

Milljónirnar 25 eru hluti af um 47 milljóna sáttagreiðslu úr þrotabúi kvikmyndavers Harveys Weinstein, sem varð gjaldþrota í kjölfar mikils fjölda ásakana um kynferðisbrot á hendur honum. 

Frétt NYT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert