16 fangar létust í slagsmálum í fangelsi

Reglulega brjótast út átök innan fangelsa í Mexíkó.
Reglulega brjótast út átök innan fangelsa í Mexíkó. AFP

16 fangar létust og fimm til viðbótar létust í fangelsi í Zacetecas-ríki fyrir miðri Mexíkó á nýársdegi. Slagsmál brutust út meðal fanganna og notuðu þeir meðal annars byssur og hnífa sem lögreglan gerði upptækt eftir blóðugan bardaga.  

Lögreglan handtók seinna fanga sem hafði yfir höndum skotvopn. Einnig voru þrjár aðrar byssur gerðar upptækar auk hnífa en að öllum líkindum voru öll þessi vopn notuð í morðunum. 

Reglulega brjótast út blóðug slagsmál í fangelsum í Mexíkó sem eru bæði yfirfull og þeim er stýrt af glæpagengjum. Í október á síðasta ári létust 6 fangar í slíkum bardaga í Morelas-ríki en þar féll einn af aðalmönnum í hinum alræmda Jalisco New Generation-glæpahring. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert