Ekki í leyfi heldur sóttkví

AFP

Rakarinn býður upp á klippingu og rakstur, boðið er upp á frönskukennslu og kennslu í öðrum tungumálum og fólk æfir tai chi í litlum ferðamannabæ við Miðjarðarhafið, skammt frá Marseille. Þetta hljómar eins og leyfi með öllu inniföldu en svo er ekki því þetta eru ekki ferðamenn heldur fólk sem var flutt til Frakklands frá Wuhan. 

Franski kennarinn Vincent Lamarie kennir bæði frönsku og kínversku í …
Franski kennarinn Vincent Lamarie kennir bæði frönsku og kínversku í Carry-le-Rouet. AFP

Hér eru allir með grímur fyrir andlitinu og fylgja ströngum reglum varðandi samskipti sín á milli. Um 200 manns eru í einangrun í bænum Carry-le-Rouet og er fylgst grannt með heilsu þeirra af heilbrigðisstarfsmönnum. Meðal þeirra er fréttateymi á vegum AFP-fréttastofunnar sem kom ásamt hópnum frá kínversku borginni Wuhan þaðan sem kórónuveiran 2019-nCoV er talin eiga upptök sín. Veira sem hefur kostað yfir 800 mannslíf og hefur dreifst um allan heim.

AFP

Fólkið í bænum er þar í einangrun í tvær vikur en það er talinn mögulegur smittími veirunnar. Að tveimur vikum liðnum fær fólk að hafa samband við umheiminn að nýju. 

Í sal þar sem vanalega er boðið upp á skemmtanir fyrir ferðamenn er nú boðið upp á tungumálakennslu og annast Vincent Lemarie frönskukennsluna fyrir þá sem tala ekki tungumálið nú þegar. Þarna situr hópur nemenda frá Kína og einhverjir frá Rómönsku-Ameríku og endurtekur í kór einföldustu orð á frönsku. Því einhverjir enduðu í Frakklandi án þess að hafa ætlað sér það. Síðdegis snýr Lemarie sér að kennslu í kínversku.  

AFP

Á sama stað eru börn, sem einnig komu frá Wuhan, að læra undir handleiðslu kennara svo þau missi sem minnst af hefðbundnu skólastarfi á meðan einangrunin varir. 

Flestir þeirra sem eru í Carry-le-Rouet komu þangað 31. janúar með fyrstu vélinni sem flutti fólk frá Wuhan til Frakklands. Aðrir komu þangað 2. febrúar. Enn sem komið er hefur enginn sýnt merki um sjúkdóminn. Samt sem áður er ekkert gefið eftir í sóttvörnum. Líkamshiti allra er rannsakaður tvisvar á dag og öll líkamleg tengsl við umheiminn eru stranglega bönnuð.

Yann er franskur hárskeri sem rak stofu í Wuhan.
Yann er franskur hárskeri sem rak stofu í Wuhan. AFP

Meðal þeirra sem eru í sóttkví í bænum er Yann en hann rak rakarastofu í Wuhan þar sem 70% viðskiptavina hans voru útlendingar. En allt breyttist eftir að kórónuveiran kom upp og hann segir síðustu dagana í borginni skelfilega þar sem hann hélt sig inni í íbúð sinni einangraður frá umheiminum. Nú býður hann fólki upp á þjónustu í franska bænum og þeir greiða sem geta. Aðrir ekki. 

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert