Finnair fellir niður 2.400 ferðir

AFP

Finnska flugfélagið Finnair hefur ákveðið að draga úr sætaframboði í Evrópu í apríl um 20% með því að fella niður 2.400 flugferðir. Þá hefur verið ákveðið að nota minni flugvélar á ákveðnum leiðum. Þetta er gert til að bregðast við ástandinu sem ríkir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Félagið hefur þegar fellt niður um 1.400 flugferðir vegna veirunnar. 

Í apríl mun Finnair m.a. fella alfarið niður innanlandsflug sem og flug til áfangastaða á borð við Bologna og Feneyja á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi. Þá á að draga út ferðum til borga eins og Gautaborgar, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Barcelona og Berlínar. 

Sjá nánar um tilkynningu Finnair. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert