Dýrasta bílastæði heims á 158 milljónir króna

The Peak er eitt dýrasta hverfi Asíu.
The Peak er eitt dýrasta hverfi Asíu. AFP

Bílastæði í Hong Kong hefur selst fyrir 1,3 milljónir bandaríkjadala eða tæpar 158 milljónir króna. Bílastæðið er í einu af dýrustu hverfum Asíu, The Peak. 

Þetta kemur fram á vef BBC

Hong Kong er talinn vera einn dýrasti staður í heimi til þess að búa á og er borgin svo þéttbýl að bílastæði eru ekki sjálfsagt mál. 

Hong Kong átti einnig fyrra metið þegar bílastæði þar seldist árið 2019 á rúmar 118 milljónir króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert