Af sjúkradeild í fangaklefa

Alexei Navalní.
Alexei Navalní. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur af sjúkradeild fangelsisins í klefa sinn eftir að hafa verið undir eftirliti lækna í kjölfar hungurverkfalls.

Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í febrúar, skömmu eftir komuna til landsins frá Þýskalandi þar sem hann lá á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir honum í heimalandinu. 

Von er á niðurstöðu dómstóls í Moskvu síðar í vikunni um hvort skilgreina eigi stjórnmálahreyfingu Navalnís sem öfgasamtök. Ef það verður gert þá mega þau ekki bjóða fram í þingkosningum í haust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert