Mestu umbætur kaþólsku kirkjunnar í 60 ár

Frans páfi við messu í dag.
Frans páfi við messu í dag. AFP

Frans páfi hefur hrundið af stað einum mestu umbótum kaþólsku kirkjunnar í 60 ár. Á vef BBC segir að umbæturnar muni standa yfir í tvö ár og fela í sér að allir kaþólskir söfnuðir í heiminum fái ráðgjöf um framtíðarstefnu kirkjunnar.

Sumir kaþólikkar vona að umbæturnar muni leiða til þess að konur geti orðið prestar, að prestar geti gift sig og að kirkjan heimili samkynja pör. Aðrir óttast að umbæturnar muni grafa undan meginreglum kirkjunnar.

Frans páfi setti af stað umbæturnar í dag við messu í Péturskirkjunni þar sem hann hvatti kaþólikka til þess að „hlusta hver á annan“.

Þriggja stiga ferli

Umbæturnar samanstanda af þremur stigum. Á fyrsta stiginu munu prestar og aðrir embættismenn kirkjunnar eiga kost á að ræða alls konar málefni. Á öðru stigi munu biskupar koma saman og ræða það sem undirmenn þeirra hafa bent á og á þriðja stiginu munu allir biskupar koma saman árið 2023 í mánuð í Vatíkaninu.

Þá mun páfinn skrifa áminningu þar sem hann reiðir fram skoðanir sínar og ákvarðanir um málin sem hafa verið rædd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert