Hálaunað fólk meðal grunaðra barnaníðinga

Yngsta fórnarlambið var þriggja mánaða.
Yngsta fórnarlambið var þriggja mánaða. AFP

Búið er að bera kenns 439 einstaklinga sem eru grunaðir um barnaníð og koma 65 börnum til bjargar úr klóm barnaníðinga í Þýskalandi. Er þetta hluti af rannsókn á barnaníði sem tengist borginni Bergisch Gladbach.

Málið hófst árið 2019 með handtöku manns sem þekktur er sem Jörg L. Lögreglan uppgötvaði þá fjölda barnaníðinga sem misnotuðu börn og deildu myndum af glæpunum í spjallhópum á netinu.

Flest misnotuð af fjölskyldumeðlimi

Michael Esser, sem fer fyrir rannsókn lögreglu, segir að meðal grunaðra sé venjulegt fólk sem og hálaunað og hámenntað fólk. Hópurinn er mjög fjölbreyttur. 

Flest barnanna sem hefur verið bjargað voru misnotuð af ættingja. Fórnarlömbin voru allt frá því að vera undir eins árs til sautján ára þegar brotið var á þeim. Yngsta fórnarlambinu var nauðgað þegar það var aðeins þriggja mánaða gamalt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert