Samband Bretlands og Bandaríkjanna enn sterkt

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Bandaríkin munu halda áfram nánu samstarfi við Bretland, þar á meðal sameiginlegum stuðningi þeirra við Úkraínu, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta.

„Bretland og Bandaríkjamenn eru nánustu vinir og bandamenn og hið sérstaka samband milli okkar fólks er enn sterkt og varanlegt,“ sagði Biden í yfirlýsingu, nokkrum klukkustundum eftir að Boris Johnson tilkynnti afsögn sína sem forsætisráðherra Bretlands.

Biden sagðist hlakka til að halda áfram nánu samstarfi við ríkisstjórn Bretlands og að viðhalda sterkri og sameiginlegri nálgun til að styðja íbúa Úkraínu „gegn hrottalegu stríði Pútíns“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert