Tom Tugendhat vill verða næsti forsætisráðherra

Tom Tugendhat, þingmaður Íhaldsflokksins.
Tom Tugendhat, þingmaður Íhaldsflokksins. AFP/Tolga Akmen

Tom Tugendhat, þingmaður Íhaldsflokksins, tilkynnti í dag að hann ætli að bjóða sig fram í forystu flokksins og sem forsætisráðherra Bretlands.

Tugendhat, sem fer fyrir utanríkismálanefnd þingsins, er fyrstur til að tilkynna um framboð sitt frá því að Boris Johnson tilkynnti um afsögn sína.

„Ég hef þjónað áður í hernum og nú á þinginu. Nú vonast ég til að svara kallinu enn einu sinni sem forsætisráðherra,“ skrifaði hann í grein í Daily Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert