Biden sagði stefnu Truss „mistök“

Biden gæddi sér á ís meðan hann ræddi við blaðamenn …
Biden gæddi sér á ís meðan hann ræddi við blaðamenn í Oregon. Skjáskot

„Ég held að sú hugmynd, að lækka skatta á þau ofur-ríku á tímum þegar – allavega, ég held bara – ég var ósammála þeirri stefnu, en það er undir Bretlandi komið að leggja mat á það, ekki mér,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti, inntur eftir viðbrögðum við upprunalegu fjármálastefnu Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands. BBC greinir frá.

Biden var spurður af blaðamönnum, meðan hann gæddi sér á ís í Oregon, hvað honum þætti um kallað hefur verið „brauðmolaplan“ (tricle-down plan) hennar Truss, sem hún nú hefur þurft að bakka út úr.

Forsetinn sagði viðsnúninginn fyrirsjáanlegan. „Ég var ekki sá eini sem þótti þetta vera mistök.“ Lengi vel hefur Biden verið krítískur á þá hugmyndafræði sem einkennir fjármálastefnu forsætisráðherranns, það er að segja að það að lækka skatta á tekjumesta hópinn skili sér loks til allra laga samfélagsins.

Aftur á móti þykir óvanalegt fyrir Bandaríkjaforseta að gagnrýna leiðtoga eins helsta bandamanns síns með slíkum hætti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert