Enn frekari tilslakanir í Kína

Yfirvöld í Kína hafa viðhaft strangar sóttvarnarreglur í um þrjú …
Yfirvöld í Kína hafa viðhaft strangar sóttvarnarreglur í um þrjú ár. Samhliða tilslökunum hefur mikil aukning smita átt sér stað í landinu. AFP

Yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að reglur er snúa að sóttkví ferðalanga við komu til landsins verði felldar úr gildi þann 8. janúar.

Því verður dregið enn frekar úr ströngum sóttvarnaraðgerðum Kína vegna Covid-19, en þær hafa staðið yfir í rúmlega þrjú ár.

Samhliða tilslökunum hefur mikil aukning smita átt sér stað í landinu á undanförnum misserum.

Búist er við því að um ein milljón manns muni láta lífið næstu mánuði vegna faraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert