Handtekinn eftir viðbúnað við ræðisskrifstofu Írans

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Lögreglan í París hefur handtekið karlmann eftir að hafa fengið útkall frá írönsku ræðisskrifstofunni þar í obrg, um að einhver hefði gengið þar inn með sprengiefni í fórum sínum.

Lögreglan segir manninn kominn út úr ræðisskrifstofunni og að hann sé í hennar höndum.

Fyrst var greint frá viðbúnaði lögreglunnar fyrir utan skrifstofuna.

„Sjónarvottur sá mann með handsprengju eða í sprengjubelti fara inn,“ sagði heimildarmaður AFP og bætti við að sérsveitin hefði verið kölluð út eftir að beiðni um aðstoð barst frá ræðisskrifstofunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert