Haförninn farinn að fljúga í búrinu

Í Húsdýragarðinum geta gestir séð rólegan og gæfan haförn.
Í Húsdýragarðinum geta gestir séð rólegan og gæfan haförn. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ágætt að frétta af haferninum, hann er hér í góðu yfirlæti og byrjaður að flúga svolítið á milli enda í búrinu.“

Þetta segir Jón Gíslason, yfirdýrahirðir í Húsdýragarðinum, í Morgunblaðinu í dag um haförninn sem Snorri Rafnsson fangaði nálægt Ólafsvík fyrri part desember og kom með í Húsdýragarðinn til aðhlynningar.

Jón segir að unnið sé að því að byggja örninn betur upp svo hægt verði að sleppa honum nálægt þeim slóðum sem hann er frá. „Það er ekki vitað hvað var að angra örninn en hann var frekar magur þegar hann kom til okkar, “ segir Jón og bætir við að örninn sé óvenjurólegur og gæfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert