Taki strætó á spítalann

Mikil bílaumferð er flesta daga við lóð Landspítalans.
Mikil bílaumferð er flesta daga við lóð Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við hönnun umferðarmannvirkja við nýjan Landspítala er gert ráð fyrir að mun hærra hlutfall starfsmanna muni ferðast með strætó en nú er. Þyrfti hlutfallið að margfaldast.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, þetta ríma við þá stefnu borgaryfirvalda að árið 2030 verði 58% allra ferða í borginni farin með einkabíl, borið saman við um 75% hlutfall slíkra ferða nú.

Kristinn Jón Eysteinsson, skipulagsfræðingur hjá Reykjavíkurborg, hefur áætlað að bílastæði verði fyrir 40% starfsmanna nýja spítalans yfir daginn. Til samanburðar sögðust 75% starfsmanna spítalans oftast ferðast með bíl vorið 2014. Um 6% þeirra notuðu þá oftast strætó. Taka á nýjan meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut í notkun árið 2023. SPITAL-hópurinn hefur áætlað að þá muni 5-6 þúsund manns starfa á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert