Fjarðarheiði lokuð vegna óveðurs

Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs. Mynd úr safni.
Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs. Mynd úr safni. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Lokað er um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar vegna óveðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Þá er vakin athygli á því að mjög hvasst er undir Hafnarfjalli og mjög víða á Suður- og Suðvesturlandi. Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum en annars eru vegir á Suður- og Suðvesturlandi að heita má greiðfærir. 

Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en hálkublettir eru á Fróðárheiði, á Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. 

Á Vestfjörðum er snjóþekja, krapi eða hálkublettir á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi. Þæfingsfærð er á Kleifaheiði og á Mikladal en þungfært um Hálfdán. 

Greiðfært er að mestu á Norðurlandi. Hálkublettir eru á Öxnadalsheiði og á Mývatnsöræfum.

Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum og hálka og skafrenningur á Fagradal. Ófært er um Breiðdalsheiði og þungfært er um Öxi. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra.

Greiðfært er með suðausturströndinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert