Færðu börnunum egg í fullum skrúða

Slökkviliðsmaður kemur færandi hendi á Barnaspítala Hringsins.
Slökkviliðsmaður kemur færandi hendi á Barnaspítala Hringsins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu færði í morgun langveikum börnum á Barnaspítala hringsins páskaegg. Farið var á dælubíl og þremur sjúkrabílum frá stöðinni í Skógarhlíð og voru slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir í fullum skrúða þegar þeir heimsóttu börnin.

„Þetta hefur verið gert áður en þetta er gert að frumkvæði Brunavarðafélagsins, starfsmannafélagsins okkar,“ segir Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri í Skógarhlíð. Hann segir mörg barnanna hafa rekið upp stór augu þegar slökkviliðsmennirnir komu færandi hendi á sjúkrahúsið.

„Sum ráku upp stór, undrandi augu á meðan önnur voru ægilega glöð og brostu út að eyrum,“ segir Jóhann Viggó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert