Dæmdur fyrir að fróa sér í hótelmóttöku

Hótel Saga.
Hótel Saga. mbl.is/Eggert

Karlmaður á sextugsaldri var í dag fundinn sekur um blygðunarsemisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur með því að hafa í nóvember árið 2016 afklæðst og fróað sér meðan hann horfði á klámefni í tölvu sem staðsett var í gestamóttöku Hótels Sögu við Hagatorg.

Starfsmaður hótelsins, einn gestur á hótelinu og lögreglumaður sem kom á vettvang urðu vitni að athæfi mannsins. Segir í dóminum að maðurinn hafi með háttsemi sinni sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi viðstaddra.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann var áriðð 2016 dæmdur í skilorðsbundna refsingu vegna þjófnaðar og var því að rjúfa skilorð með þessu broti. Taldi dómurinn hæfilega refsingu því vera fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða málsvarnarlaun verjanda síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert