„Hvernig er hægt að segja nei?“

„Kæri vinur, forseti Íslands. Viltu heiðra okkur með nærveru þinni á morgun, miðvikudag?,“ svona hefst bréf sem Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands barst í gær frá fjórum leikskólastúlkum á leið á HM í skák í Albaníu. Ekki stóð á forsetanum sem var mættur í morgun til að kveðja stúlkurnar. „Þegar maður fær svona bréf, hvernig er hægt að segja nei?,“ sagði Guðni þegar hann sýndi mbl.is bréfið frá stelpunum við komuna á Laufásborg í morgun.

Þetta er í fyrsta skipti sem hóp­ur frá skól­an­um fer á mótið og er afrakst­ur af tíu ára þróun á skák­k­ennslu við skól­ann und­ir leiðsögn Om­ars Salama. Stelp­urn­ar  fara ásamt for­eldr­um sín­um og Om­ari á mótið þar sem krakk­ar frá lönd­um á borð við Banda­ríkj­un­um, Rússlandi, Tyrklandi, S-Afr­íku og Bras­il­íu munu etja kappi í skák.

Bréfið sem forsetanum barst frá stelpunum.
Bréfið sem forsetanum barst frá stelpunum. mbl.is/Hallur Már

Hér má sjá heimsókn okkar til stúlknanna á dögunum þar sem stelpurnar segja frá ævintýrinu sem þær eru að fara í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert