600 flogið á HM með Icelandair í dag

Leiðtogar Tólfunnar voru á meðal farþega í nýju vélinni.
Leiðtogar Tólfunnar voru á meðal farþega í nýju vélinni. Ljósmynd/Aðsend

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Þriðja og síðasta vélin fór í loftið núna kl 18 en það var Boeing 737-300, TF-ISX, máluð í íslensku fánalitunum, sem Icelandair tók nýlega í notkun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

„Mikil eftirvænting hefur einkennt stemninguna í flugstöðinni og um borð í vélunum í dag. Leiðtogar Tólfunnar, stuðningsmannasveitar landsliðsins, voru meðal 225 farþega í nýju vélinni og tóku upphitun með farþegum þegar gengið var um borð, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd,“ segir í tilkynningunni.

Stuðningsmenn Íslands á leið í vél Icelandair.
Stuðningsmenn Íslands á leið í vél Icelandair. Ljósmynd/Aðsend

Þotan hefur verið nefnd Þingvellir og er önnur Boeing 757-300-vélin sem Icelandair er með í rekstri. Þær eru nokkuð lengri og taka fleiri farþega en Boeing 757-200-vélarnar sem flestir þekkja.

Vélin er máluð í íslensku fánalitunum og ber merki 100 ára afmælis fullveldis Íslands.

Að innan er hún frábrugðin öðrum þotum Icelandair að því leyti að gólfteppið er grasgrænt og með hvítum línum sem minna á knattspyrnuvöll, til heiðurs þátttöku Íslands á HM í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka