Mikil skaðsemi birkikembu

Birkikemban skilur eftir sig brún lauf, eftir veru sína í …
Birkikemban skilur eftir sig brún lauf, eftir veru sína í þeim. mbl.is/Ómar Óskarsson

Smávaxið fiðrildi sem ber nafnið birkikemba hefur nú þegar unnið umtalsverðar skemmdir á birki í görðum á höfuðborgarsvæðinu í sumar, að því er fram kemur á Heimi smádýranna, Facebook-síðu Erlings Ólafssonar skordýrafræðings.

Kjöraðstæður voru í byrjun vors á höfuðborgarsvæðinu fyrir birkikembuna sem er þekkt fyrir að valda skaða á birkitrjám eða „kemba“ þau, líkt og nafnið gefur til kynna.

Í vorbyrjun voru skilyrðin svo góð fyrir fiðrildin að um miðjan apríl varð fjöldi þeirra meiri en nokkru sinni fyrr og nýttu fiðrildin sér góðu skilyrðin til að verpa og tryggja sér afkomendur inn í sumarið. Nú þegar lirfurnar klekjast út um sumarið valda þær skemmdum á birkitrjám, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert