Áfram jarðskjálftar fyrir norðan

Veðurstofa Íslands.

Jörð hefur haldið áfram að skjálfa norðvestur af Gjögurtá í nótt en sá stærsti í nótt mældist 2,9 stig. Hann reið yfir klukkan 01:21:01 og voru upptök hans 14,1 km NV af Gjögurtá. 

Klukkan 21:10 í gærkvöldi varð jarðskjálfti um 14 km norðvestur af Gjögurtá. Hann var 3,7 að stærð. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist á Siglufirði, Ólafsfirði og á Akureyri. Skjálftar af þessari stærð verða af og til á þessu svæði, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert