Baldanza hættur í stjórn WOW air

Ben Baldanza er hættur í stjórn flugfélagsins WOW air.
Ben Baldanza er hættur í stjórn flugfélagsins WOW air. mbl.is/Golli

Bandaríkjamaðurinn Ben Baldanza er hættur í stjórn WOW air. Það gerði hann eftir að hann tók sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston í ágúst.

Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista.is.

Baldanza var forstjóri flugfélagsins Spirit en stuttu eftir að hann lét af störfum þar settist hann í stjórn WOW air.

Í samtali við Túrista kveðst Baldanza hafa hætt í stjórn WOW air um leið og hann hóf trúnaðarstörf fyrir JetBlue. Með þessu vildi hann forðast hagsmunaárekstra.

Hann er þó enn kynntur sem stjórnarmaður á vefsíðu WOW air og í útboðsgögnum tengdum skuldabréfaútgáfu flugfélagsins.

Fram kemur á Túrista.is að Baldanza sitji enn fundi hjá WOW air og sinni ráðgjafastörfum fyrir flugfélagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert