Verðhækkun flugmiða líkleg

Verð á flugmiðum er líklegt til þess að hækka samkvæmt …
Verð á flugmiðum er líklegt til þess að hækka samkvæmt greiningu hagfræðideildar Landsbankans. mbl.is/Hari

Wow air og Airbnb framlengdu uppsveifluna í ferðaþjónustunni að mati hagfræðideildar Landsbankans, en þetta kom fram í kynningu Gústafs Steingrímssonar á morgunfundi um þjóðhagsspá bankans í Hörpu í dag.

Gert er ráð fyrir áframhaldandi erfiðum rekstri flugfélaganna og er talið líklegt að flugmiðaverð fari hækkandi vegna hækkun olíuverðs, en verð flugmiða hefur ekki þróast í takt við mikla hækkun eldsneytisverðs.

Gústaf sagði líklegt að farþegafjöldi haldi áfram að aukast og mun aukningin vera 6% á þessu ári, en 2% næstu ár. Þá sagði hann talsverða óvissu tengjast hættu á viðskiptastríði og að ástandið í heiminum gæti haft veruleg áhrif, en útflutningur sem hlutfall af þjóðarframleiðslu hefur vaxið í 45% úr um 30% á síðustu árum.

Útflutningsverðmæti munu hækka um 120 milljarða til ársins 2021 og sagði Gústaf 72% þeirrar upphæðar að rekja til ferðaþjónustunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert