Ársfangelsi fyrir líkamsárás og rán

mbl.is/Hjörtur

Landsréttur staðfesti í dag tólf mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir líkamsárás og rán sem átti sér stað 14. ágúst 2016 á Klapparstíg í Reykjavík. 

Maðurinn veittist þar að karlmanni á þrítugsaldri með ítrekuðum höggum og spörkum í höfuð og búk og skipaði honum að afhenda sér peninga. Fórnarlambið sagðist ekki hafa annað en debetkort og síma og tók maðurinn þá hvort tveggja. Hlaut fórnarlambið meðal annars talsverða dreifða yfirborðsáverka á andliti og víðar um líkamann og tannarbrot. 

Maðurinn, sem á að baki langan sakarferil, viðurkenndi brot sitt fyrir dómi. Var hann dæmdur til þess að greiða fórnarlambi sínu 500 þúsund krónur í miskabætur ásamt vöxtum en farið hafði verið fram á þrjár milljónir króna. Þá var honum gert að greiða allan málskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert