Verður nýr miðbær í Hafnarfirði

Fyrirhugað er að á hafnarsvæðinu verði hótel, atvinnustarfsemi, verslanir og …
Fyrirhugað er að á hafnarsvæðinu verði hótel, atvinnustarfsemi, verslanir og þjónusta

Nýtt rammaskipulag fyrir hafnarsvæðið í Hafnarfirði verður kynnt í maí. Út frá því verður unnið nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Skipulagið verður unnið á grundvelli tveggja vinningstillagna í skipulagssamkeppni sem unnar voru af sænskum og hollenskum arkitektastofum (sjá kort). Munu stofurnar kynna sameiginlegt skipulag.

Nánar tiltekið er um að ræða Flensborgar- og Óseyrarsvæðið. Upphaflega stóð til að gera nýtt deiliskipulag fyrir Flensborgarhöfn. Skipulagssvæðið var síðan útvíkkað inn á land Óseyrar, vestan við Flensborgarhöfn, og að Suðurbakka.

Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, segir að mögulega verði hægt að hefja framkvæmdir á næsta ári. Endurnýjun hafnarsvæðisins verði hugsanlega lokið 2030. Hluti skipulagssvæðisins er þó lengra kominn í undirbúningi. Þannig er áformað að hefja byggingu nýrra höfuðstöðva Hafrannsóknastofnunar með vorinu. Grunnur að þeim hefur þegar verið steyptur, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Ólafur segir það auðvelda fyrirhugaða uppbyggingu að fáir eigendur séu að mannvirkjum og lóðum. Með uppbyggingunni verður byggð upp þjónusta við smábátahöfnina við Flensborgarkvosina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert