Auka á hamingjuna í Mývatnssveit

Íbúar sveitarfélagsins voru kátir þegar heilsugæslustöðin var opnuð fyrir þremur …
Íbúar sveitarfélagsins voru kátir þegar heilsugæslustöðin var opnuð fyrir þremur árum. mbl.is/Birkir Fanndal

Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er að láta kanna líðan íbúanna með það fyrir augum að grípa til aðgerða til að auka hamingju þeirra. Sveitarstjórinn segir að margt sé hægt að gera til þess.

„Þjónusta sveitarfélaga er nærþjónusta við íbúana og á okkur hvílir sú ábyrgð að veita góða þjónustu. Markmiðið hlýtur á endanum alltaf að vera að auka hamingju þeirra. Til þess að geta gert það þurfa ákvarðanir okkar að byggjast á forsendum sem við þurfum að fá fram og mæla,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps sem nær meðal annars yfir Mývatnssveit.

Á næstu dögum verður gerð könnun meðal íbúa þar sem líðan þeirra er könnuð og leitast við að mæla hversu hamingjusamir þeir eru. Notuð eru viðmið sem sett eru í samstarfi við embætti landlæknis og fleiri.

„Við munum rýna gögnin sem fást og setja af stað verkefni sem geta stuðlað að því að auka hamingju íbúa Skútustaðahrepps. Við munum síðan mæla áhrifin einu sinni á ári og sjá hvort við erum á réttri leið,“ segir Þorsteinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert