Hverfisbækistöðin færð fljótlega

Framkvæmdir eru hafnar við hverfisbækistöð Reykjavíkur í Örfirisey, en hún …
Framkvæmdir eru hafnar við hverfisbækistöð Reykjavíkur í Örfirisey, en hún kemur í stað hverfisbækistöðvarinnar við Njarðargötu. Mynd/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg vinnur nú að því að reisa nýja hverfisbækistöð í Örfirisey, en hún mun koma til með að leysa af hverfisbækistöðina við Njarðargötu. Mun þá losna lóð sem verður hluti af vísindagörðum Háskóla Íslands þar sem byggt verður upp atvinnuhúsnæði.

Á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag kom meðal annars fram að áætlaður kostnaður Reykjavíkurborgar vegna uppbyggingarinnar væri 322 milljónir króna.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við mbl.is eftir fundinn að með þessu myndi lóðin við Njarðargötuna losna. Þegar hefur verið gert samkomulag við Háskóla Íslands um að byggt verði upp atvinnuhúsnæði á lóðinni í tengslum við háskólagarða. Dagur segir að ekki sé langt í að sú lóð losni.

Samkvæmt fasteignaskrá er lóðin 5.400 fermetrar að stærð og eru byggingar á svæðinu samtals 452 fermetrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert