Metnotkun á heitu vatni

Árbæjarlaug séð úr lofti. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei notað …
Árbæjarlaug séð úr lofti. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei notað meira af heitu vatni á einni klukkustund en í morgun, á milli hálf ellefu og hálf tólf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aldrei áður hefur verið notað meira af heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu en síðastliðinn sólarhring, samkvæmt tilkynningu frá Veitum.

Síðasta klukkutíma, á milli klukkan hálf ellefu og hálf tólf, var metrennsli, en þá notuðu íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu tæplega 17.000 rúmmetra af heitu vatni. Met fyrir meðalrennsli á sólarhring hefur einnig verið slegið.

„Í dag lítur út fyrir að hægur vöxtur verði á notkun fram eftir degi en síðan dragi jafnt og þétt úr. Enn sem komið er hefur ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu Veitna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert