Listeria í vörum frá Ópal

Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal sjávarfangi. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar af markaði vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greinst hefur í þeim, í samráði við Matvælastofnun. 

Sjö greindust með Listeria monocytogenes-sýkingu á Íslandi árið 2017. Fjórir létust af völdum sýkingarinnar, þrír einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og ungabarn en þetta er sá hópur sem er í mestri hættu. Heilbrigðum einstaklingum sem fá listeríusýkingu verður ekki meint af henni að öllu jöfnu,“ sagði Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir, í viðtali við Morgunblaðið í fyrra. 

Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal sjávarfangi. 

Stofnunin ítrekar einnig fyrri viðvörun um allan graflax frá Ópal sjávarfangi með síðasta notkunardegi í janúar, febrúar og mars.

Matvælastofnun stöðvaði dreifingu til bráðabirgða á umræddum vörum og graflaxi frá Ópal 5. febrúar sl. meðan á rannsókn stendur. Dreifing og markaðssetning verður ekki heimil fyrr en stofnunin hefur fengið staðfest að listería greinist ekki í framleiðsluferlinu.

Innköllunin á við eftirfarandi framleiðslulotur:

  • Vöruheiti: Ópal birkireyktur laxabiti og laxaflöt, Ópal reyktar laxasneiðar (100 gr og 300 gr), Ópal reyktur laxaafskurður, 400 gr. Ópal reykt fjallableikja í sneiðum, 100 gr og fjallableikja í bitum
  • Framleiðandi: Ópal sjávarfang ehf., Grandatröð 4, 220 Hafnarfjörður
  • Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar í janúar og febrúar
  • Lotunúmer: Reyktur lax 01.30.03 og fjallableikja 03.10.03
  • Strikamerki: Sjá einnig mynd að neðan. 23 273 21 00000 V, 23 273 22 00000 V, 5 69423010104, 5 694230 101177, 569423010133, 5 694230 101368, 23 273 66 00000 V
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Dreifing: Verslanir 10-11, verslanir Hagkaupa, verslanir Nettó, verslanir Kjörbúðarinnar, verslanir Krambúðarinnar, Melabúðin og verslanir Iceland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert