Ekið á gangandi vegfaranda

Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum á Lambhagavegi í Úlfarsárdal fyrr í kvöld, eða um klukkan hálfátta. Slysið átti sér stað um miðja vegu á milli Bauhaus og Mímisbrunns.

Sjónarvottur segir í samtali við mbl.is að slysið hafi verið afar alvarlegt og að lokað hafi verið fyrir umferð um svæðið um nokkra stund. Að minnsta kosti þrír sjúkrabílar voru kallaðir út vegna slyssins, eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Vegfarandinn var fluttur með hraði á Landspítala, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Í fréttatilkynningu frá lögreglu segir að slysið hafi verið alvarlegt, en að rannsókn þess sé á frumstigi og að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið á þessum tímapunkti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert