Unir sér vel í Húsdýragarðinum

Álftin sem var aðframkomin á Urriðakotasvatni eftir að hafa fest sig í áldós kom í Húsdýragarðinn í hádeginu. Ekki er annað að sjá en að henni líki vistin vel og Ólafur Nielsen fuglafræðingur er bjartsýnn á að hún nái þar góðum bata. Hún var farin að skoða sig um í fuglabúrinu skömmu eftir komuna.

mbl.is var í Húsdýragarðinum þegar komið var með álftina þangað í hádeginu, í myndskeiðinu sést þegar álftin kemur í fuglabúrið þar sem hún mun dvelja þangað til hún jafnar sig. Einnig er rætt við Ólaf sem fangaði álftina í háf á Urriðakotsvatni fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert