Taka WOW með í reikninginn í áætlun

Lokaumræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir á þingfundi.
Lokaumræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir á þingfundi. mbl.is/​Hari

Í umræðum um fjármálaáætlun 2020 til 2024 á Alþingi sagði fjármálaráðherra það vonbrigði að sjá rekstur WOW air stöðvast.

Ljóst væri að það þyrfti að taka það með í reikninginn fyrir bæði tekjur og útgjöld. Bjarni Benediktsson sagðist vænta þess að eiga um það gott samstarf með fjárlaganefnd.

Lokaumræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir á þingfundi og er ekkert annað á dagskrá fundarins.

Í viðtali við mbl.is fyrr í dag sagði Bjarni að áhrif rekstr­ar­stöðvun­ar WOW air verði nokk­ur og að stjórn­völd þurfi til að mynda að end­ur­skoða tekju­áætlun sína sem og að gera ráðstaf­an­ir vegna auk­ins fjölda á at­vinnu­leys­is­skrá, en Bjarni seg­ir að það verði til skamms tíma. „Það er ekki víst að tekju­áætlun okk­ar geti staðið óbreytt, við gæt­um þurft að end­ur­skoða hana og mér finnst það mjög lík­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert