Rauðir en ferðavænir páskar

Páskar verða snjólausir á lágalendi.
Páskar verða snjólausir á lágalendi. mbl.is/RAX

Það er ekki útlit fyrir hvíta páska þetta árið, að sögn Birtu Lífar Kristinsdóttur, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Það er ekki mikið sem bendir til þess að það hvítni eitthvað. Þetta er svona meira slyddukennt ef það nær að kólna nógu vel,“ segir Birta.

Spár segja til um að hlýjast verði á norðanverðu landinu. „Það verður úrkomulaust þar og eiginlega hlýjast þar mestallan tímann,“ segir Birta og jánkar því að það líti allt út fyrir að fínasta ferðaveður verði yfir páskana.

„Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag erum við að tala um suðlægar áttir, rigningu og súld um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðaustanlands. Á laugardag er útlit fyrir að það kólni með suðvestanátt, það verða slydduél sunnan- og vestanlands en áfram þurrt og bjart norðaustan til. Á páskadag er útlit fyrir frekar hæga austlæga átt og svona einhverja rigningu, jafnvel slyddu frekar víða, en fyrir norðan verður þurrt, jafnvel bjart. Það eru einhverjar líkur á því og hitastigið er frá einni, tveimur gráðum upp í sjö.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert