Engin heimild fyrir „refsilausu svæði“

Sprautur og nálar á víðavangi.
Sprautur og nálar á víðavangi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir harðlega ýmis ákvæði í lagafrumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Einnig er fundið að ýmsum atriðum í greinargerð frumvarpsins, m.a. um að haft hafi verið samráð við lögreglu um efni þess. Það hafi aðeins verið áform um frumvarpið sem kynnt hafi verið lögreglu.

Heilbrigðisráðherra segir að markmiðið með frumvarpinu sé að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna. Neyslurýmið sé ætlað langt leiddum fíkniefnaneytendum. Verði frumvarpið að lögum getur Embætti landlæknis heimilað sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými að uppfylltum nánari skilyrðum sem heilbrigðisráðherra setur um rekstur þeirra, þar á meðal um þjónustu, hollustuhætti, hæfni starfsfólks og upplýsingagjöf.

Lögreglustjóri bendir á að svo virðist sem gengið sé út frá því að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neysluúrræði þá sé þar með varsla fíkniefnanna heimil, og jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélög gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði“. Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi, segir í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert