Samið fyrir starfsmenn á Bakka

Kísilver PCC Bakka Silicon við Húsavík
Kísilver PCC Bakka Silicon við Húsavík mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Samkomulag náðist í fyrrakvöld milli PCC BakkiSilicon og stéttarfélaganna Framsýnar og Þingiðnar um nýjan sérkjarasamning fyrir nálægt 100 iðnaðarmenn og starfsmenn við framleiðslu í kísilmálmverksmiðjunni á Bakka við Húsavík.

,,Við erum ánægðir með samninginn. Hann byggir á Lífskjarasamningnum en í honum eru líka ákvæði um að menn ætla að fara af stað með mikla vinnu til að auka starfsmenntun innan verksmiðjunnar, sem verður starfsmönnum til framdráttar í verksmiðjunni og þróa framleiðslu og gæðakerfi. Það er margt sem menn ætla að gera sem á að leiða til þess að reksturinn gangi vel og starfsmenn fái notið þess ávinnings,“ segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar.

Um eitt ár er liðið frá því að verksmiðjan var gangsett. Gengið var frá bráðabirgðasamningi í fyrra um kaup og kjör starfsmanna en nú liggur fyrir fullfrágenginn samningur sem borinn verður undir félagsmenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert