Björgvin í 3. sæti og Katrín Tanja í því 5.

Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir þriðja dag heimsleikanna í crossfit. Björgvin Karl sýndi hvers hann er megnugur og lauk deginum í þriðja sæti í karlaflokki. Scott Panchik gamall reynslubolti er aðeins 3 stigum á eftir honum og mun veita honum harða keppni á morgun.

Katrín Tanja Davíðsdóttir klifraði þá upp stigatöfluna í seinni tveimur æfingum dagsins og er nú í 5.sæti í kvennaflokki. Ríkjandi meistari, Tia Toomey heldur efsta sætinu og virðist vera að stinga aðra keppendur af. Þuríður situr í 9.sæti eftir frábæran dag.

Annie Mist Þóris­dótt­ir og Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir féllu hins vegar báðar úr keppni í hraðaþrautin, sem var fyrsta æfing dagsins.

View this post on Instagram

On to the next. 🔥🔥🔥 Let’s go day 3! Time to fight. // Good night. xxx - Photo: @antlucic

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 2, 2019 at 7:56pm PDT



„Mér finnst þetta nátt­úru­lega bara glatað. Ég lenti á vegg í gær í einni af keppn­un­um og það kost­ar mig í raun­inni bara allt,“ sagði Annie Mist í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. 

Síðasti keppnisdagur er á morgun og er hann eins og allir aðrir dagar á þessum Crossfit leikum ennþá ráðgáta. Þó má telja víst er að keppendur muni takast á við einhverskonar þrekraun í vatni, því keppendur fengu afhent sundföt frá skipuleggjendum mótsins. 

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fimmta sæti eftir þriðja keppnisdag …
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fimmta sæti eftir þriðja keppnisdag á heimsleikunum í crossfit. Ljósmynd/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert