Vann 50 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands

Í heildina voru tæplega 3.600 vinningshafar sem fengu vinning í …
Í heildina voru tæplega 3.600 vinningshafar sem fengu vinning í útdrættinum og skipta þeir með sér rúmum 177 milljónum króna. Ljósmynd/Aðsend

Heppinn miðaeigandi vann 50 milljónir króna í Milljónaveltunni í septemberútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands en dregið var í kvöld.

Útdrátturinn reyndist mörgum happadrjúgur, að því er segir í tilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands. Einn miðaeigandi fékk hæsta vinning í aðalútdrætti, fimm milljónir króna, en þar sem hann á tvöfaldan miða fær hann 10 milljónir í sinn hlut, skattfrjálst.

Einnig voru tveir aðrir miðaeigendur með sama númer og fær hvor um sig fimm milljónir króna í vinning. Víkur þá sögunni að trompmiðaeiganda sem fékk 500 þúsund króna vinning á fimmfaldan miða og fær því 2,5 milljónir í sinn hlut.

Í heildina voru tæplega 3.600 vinningshafar sem fengu vinning í útdrættinum og skipta þeir með sér rúmum 177 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert