Nær að þau hefðu borðað kjöt alla helgina

„Ég er ekki viss með þessa veganhelgaryfirlýsingu VG,“ segir Þorgerður.
„Ég er ekki viss með þessa veganhelgaryfirlýsingu VG,“ segir Þorgerður. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Framleiðið, framleiðið, framleiði hafa verið skilaboð frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin hafa myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“

Þetta skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í pistli um þá ákvörðun Vinstri grænna að bjóða ekki upp á kjöt á landsfundi um helgina, í nafni loftslagsins.

„Ég er ekki viss með þessa veganhelgaryfirlýsingu VG. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða bara leiktjöld,“ segir Þorgerður Katrín og bendir á að þetta sé sami flokkur og hafi verið í fararbroddi og jafnvel í samkeppni við „hina Framsóknarflokkana“ um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða. 

Miklu nær hefði verið fyrir VG, ef þau hefðu á annað borð viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu, að þau hefðu borðað kjöt alla helgina, kvölds og morgna. Ekki linnt látum. Og gefið síðan frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma með okkur í að breyta landbúnaðarstefnunni. Með áherslu á landrækt fyrir bændur, neytendur og umhverfi.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert