Vera á listanum lítil eða engin áhrif haft

Áslaug Arna og Bjarni sátu fyrir svörum á fundi efnahags- …
Áslaug Arna og Bjarni sátu fyrir svörum á fundi efnahags- og viðskiptanefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra véfengir ekki að orðspor Íslands geti beðið álitshnekki vegna veru þess á gráum lista FATF og segir erfitt að segja til um hvaða áhrif það muni hafa.

Stjórnvöld hafi farið yfir þá óvissuþætti sem þessu fylgi og fylgst með þeim, svo sem áhrifum veru Íslands á listanum á gengi krónunnar, stöðu bankanna, fjárfestingu, lánshæfismat og gjaldeyrismarkaði. Enn sem komið er hafi vera Íslands á gráa listanum litil eða engin áhrif haft.

Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Samtöl hans við aðra ráðherra, svo sem á fundi norrænna fjármálaráðherra, hafi heldur dregið úr áhyggjum hans af meintum álitshnekkjum. Margir séu því sammála að Ísland eigi ekki heima á listanum.

Þá benti hann á að hvergi í úttekt eða ákvörðun FATF hafi komið fram að hér væru raunveruleg peningaþvættismál sem hafa þyrfti áhyggjur af. „Og ef það eru hér raunveruleg undirliggjandi vandamál til staðar á regluverkið að sjá til þess að við finnum þau.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka