Eldur í hjólhýsabyggð á Laugarvatni

Slökkviliðið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðið vinnur að því að ráða niðurlögum eldsins. Árni Sæberg

Eldur kviknaði í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu eru á staðnum og telja sig hafa náð tökum á eldinum. Talsverð hætta er á útbreiðslu elds í skóglendið sem þarna er í kring. 

Eldurinn kviknaði í húsbíl og pallavirki sem byggt hafði verið í kringum hann. Þetta kemur fram á Facebook-síðu slökkviliðs Árnessýslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert