Áætlanirnar „aðeins of stórkallalegar“

Úr Elliðaárdalnum. Fyrirhuguð gróðurhvelfing sést í fjarska.
Úr Elliðaárdalnum. Fyrirhuguð gróðurhvelfing sést í fjarska.

„Við teljum að það þurfi að standa vörð um græn svæði nálægt þéttýli líka og við teljum að þessar fyrirætlanir þarna gangi of langt í að ganga á græn svæði innan höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við mbl.is um fyrirætlanir borgaryfirvalda um þróunarsvæðið Stekkjarbakka Þ73 og áætlaða gróðurhvelfingu Aldin Biodome. 

Styðja undirskriftasöfnunina

Innt eftir frekari svörum um afstöðu Landverndar segir Auður:„Þetta var tekið fyrir á stjórnarfundi og stjórnin er búin að fara á svæðið og kynna sér það. við erum ekki á móti Aldin Biodome út af fyrir sig en við teljum að það þurfi að vernda Elliðaárdalinn og þessar áætlanir eru kannski aðeins of stórkallalegar.“

Eins og víða hefur verið greint frá stand Holvinasamtök Elliðaárdals fyrir undirskriftasöfnun sem ætlað er að knýja fram íbúakosningu um svæðið. Um hana segir Auður: „Við styðjum þessa undirskriftasöfnun til þess að íbúar borgarinnar geti sagt hvað þeim finnst um þetta.“

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert