Sjö Íslendingar í sóttkvínni á Tenerife

H10 Costa Adeje Palace-hótelið á Tenerife.
H10 Costa Adeje Palace-hótelið á Tenerife. Skjáskot af Bookings

Sjö Íslendingar eru meðal eitt þúsund gesta hótelsins H10 Costa Adeje Palace á Teneri­fe sem nú eru í sóttkví. Þetta staðfestir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vitaferða, við mbl.is.

Kórónuveiran greindist í einum gesti hótelsins í gær, en það er ítalskur læknir. 

Hótelið er mjög vin­sælt meðal breskra ferðamanna. VitaferðirÚrval-Útsýn og Heims­ferðir eru meðal þeirra sem selja þar gistingu.

Þráinn segir að sjömenningarnir séu á vegum Vitaferða, en hann veit ekki til þess hvort fleiri Íslendingar séu á hótelinu. Segir hann að Vita muni fylgjast með stöðu mála og leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. Segir hann þeirra að ákveða um framhaldið. Áformað er flug til Tenerife bæði í dag og á morgun samkvæmt Þráni.

Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir að enginn sé á hótelinu á vegum ferðaskrifstofunnar. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, segir að unnið sé að því að afla upplýsinga frá hótelinu. Hún segjast jafnframt ekki vilja gefa upp hvort farþegar frá fyrirtækinu séu á hótelinu og vísa til þess að það séu persónuupplýsingar.

Lög­regla stend­ur vörð við hót­elið til að tryggja að eng­inn fari þangað inn eða út og ekki er svarað í síma á hót­el­inu. Maður­inn sem er með veiruna er í ein­angr­un á sjúkra­húsi og verða sýni úr rann­sókn á hon­um send til Madrid þar sem þau verða rann­sökuð aft­ur líkt og regl­ur kveða á um á Spáni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert