Umferð minnkar um allt að 40% á Hringveginum

Umferð á hringveginum hefur dregist mikið saman undanfarið.
Umferð á hringveginum hefur dregist mikið saman undanfarið. mbl.is/RAX

Mikill samdráttur hefur orðið á umferð á höfuðborgarsvæðinu og um Hringveginn undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Umferðin hefur minnkað um allt að 40% á Hringveginum og um rúm 15% þar sem fallið er mest á höfuðborgarsvæðinu.

Upplýsingar úr sextán lykilmælisniðum Vegagerðarinnar á Hringveginum sýna að um þau öll fóru rúmlega 1.360.000 bílar fyrstu nítján daga marsmánaðar, sem er 330 þúsund bílum eða 19,5% minna en sama tímabil árið áður. Í heildina hefur umferðin á þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu dregist saman um rúm 10% á þessum sama tíma. Tæplega 3 milljónir bíla fóru þar um, sem er 327 þúsund bílum minna en í fyrra.

Fækkunin á Hringveginum var á bilinu 12,5 til 40%. Minnst dróst aksturinn saman á Hringveginum við Úlfarsfell en mest á Mýrdalssandi. Veður og færð getur haft meiri áhrif á þróun umferðar á Hringveginum en á þjóðvegum á höfuðborgarsvæðinu.

Mesta fækkunin á höfuðborgarsvæðinu kemur fram á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk. Þar hefur umferðin dregist saman um rúm 15%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert