Deilt á styrk borgarinnar til Rúv.

Borgin vill greiða Ríkisútvarpinu fyrir veitta þjónustu með styrk.
Borgin vill greiða Ríkisútvarpinu fyrir veitta þjónustu með styrk. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtök iðnaðarins deila hart á samning Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins (Rúv.) um samstarfsverkefnið UngRÚV, þar sem stjórnvald styrki opinbert fyrirtæki, sem þegar njóti hárra greiðslna af almannafé.

Þá hafa spurningar vaknað um formið, þar sem borgin greiði Rúv. með styrkjum í stað þess að greiða fyrir skv. þjónustusamningi, sundurliðuðum eftir því hvort um samkeppnisrekstur er að ræða eða ekki.

„Umrædd styrkjaúthlutun Reykjavíkurborgar til Ríkisútvarpsins upp á rúmar 14 m.kr. er óskiljanleg og vekur óneitanlega furðu,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins. „Bæði sökum þess að stjórnvald er hér að styrkja opinbert hlutafélag sem fær um 4 milljarða árlega í nefskatt og það er gert án þess að samkeppnisaðilum Rúv. sé gefinn kostur á að sækja um sambærilegan styrk.“ Hún bætir við að framleiðsla á efni fyrir ungt fólk hafi nú þegar verið styrkt úr almannasjóðum skv. þjónustusamningi ríkisins frá 2016.

Í liðinni viku samþykkti borgarráð drög að samstarfs- og styrktarsamningi skóla- og frístundasviðs (SFS) við Ríkisútvarpið um UngRÚV, sem er þjónusta við ungt fólk, þvert á miðla Rúv., og er markmið samningsins að gefa unglingum í 8., 9. og 10. bekk tækifæri til að sækja sér fræðslu og starfsreynslu við fjölmiðlun og dagskrárgerð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert