Friður mun ríkja hér eftir

Hálfur Álfur frumsýndur í skrúðgarðinum í Hellisgerði í Hafnarfirði um …
Hálfur Álfur frumsýndur í skrúðgarðinum í Hellisgerði í Hafnarfirði um liðna helgi.

Sýningar á heimildarmynd Jóns Bjarka Magnússonar, Hálfur Álfur, hófust loksins í Bíói Paradís á fimmtudaginn var en eins og fram hefur komið í Sunnudagsblaðinu hefur ítrekað þurft að fresta þeim vegna heimsfaraldursins. Nú síðast stóð til að frumsýna myndina daginn eftir að seinustu fjöldatakmarkanir voru settar á vegna fjölgunar smita í lok mars.

Eiginleg frumsýning fór raunar fram í höfuðstað álfa og huldufólks, í skrúðgarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði, um liðna helgi. Nákvæmur fjöldi gesta úr álfheimum er eitthvað á reiki en fjórir menn voru vitni að atburðinum. Var myndinni varpað á stein í útjaðri Hellisgerðis og spiluð allt til enda við þónokkurn fögnuð álfa sem og manna, að sögn Jóns Bjarka.

„Ég er nokkuð viss um að friður muni ríkja um sýningar hér eftir,“ segir hann.

Í forgrunni í myndinni eru amma Jóns Bjarka og afi en þau létust bæði í hárri elli áður en hann náði að ljúka við hana.

Jón Bjarki Magnússon kvikmyndagerðarmaður.
Jón Bjarki Magnússon kvikmyndagerðarmaður. Arnþór Birkisson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert