Framsókn í sókn

Alþingi við Austurvöll.
Alþingi við Austurvöll. mbl.is/Brynjar Gauti

Framsóknarflokkurinn mælist næststærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðannakönnun MMR sem birt var í dag. Framsókn mælist nú með 12,3% fylgi og eykur við sig rúmlega þremur prósentustigum á milli kannana. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn með 25,4% fylgi. Það er um tveimur prósentustigum lægra en í síðustu könnun MMR.


 

Níu flokkar inni 

Alls myndu níu flokkar ná inn á þing yrði kosið í dag, samkvæmt könnun MMR. 

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 54,9% og jókst um rúmt prósentustig frá fyrri könnun. 

Fylgi annarra flokka mælist svo: 

Fylgi Pírata mældist nú 12,2% og mældist 13,1% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,9% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,6% og mældist 11,2% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,1% og mældist 7,8% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 6,6% og mældist 7,3% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 5,5% og mældist 5,5% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 5,3% í síðustu könnun.
Stuðningur við aðra mældist 1,2% samanlagt.

Könnunin var framkvæmd 24. júní til 6. júlí 2021 og var heildarfjöldi svarenda 2.041 einstaklingur, 18 ára og eldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert