Ný dagdeild blóð- og krabbameinslækninga sé nauðsyn

Krabbameinsfélagið samþykkti á aðalfundi sínum sínum í maí að heita …
Krabbameinsfélagið samþykkti á aðalfundi sínum sínum í maí að heita 450 milljóna króna mótframlagi á móti ríkinu til fjármögnunar á nýrri deild blóð- og krabbameinslækninga. Ljósmynd/Samsett

Krabbameinsfélagið segist vilja leggja sitt af mörkum til að skapa fyrsta flokks aðstöðu fyrir dagdeild blóð- og krabbameinslækninga eins fljótt og auðið er. Er félagið tilbúið til að leggja verulegt fjármagn til að bylta aðstöðu deildarinnar að því gefnu að stjórnvöld leggist á árar með félaginu og Landspítala. 

Fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu að félagið hafi lengi haft áhyggjur af aðstöðuleysi dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga, sem hafi fyrir löngu sprengt utan af sér húsnæðið, og áhrif þess á þá sem fá og veita meðferð. Fulltrúar Landspítala deildi þeirri skoðun félagsins að vandinn sé afar aðkallandi. 

Krabbameinsfélagið hefur nú átt í viðræðum við Landspítala í eitt og hálft ár vegna málsins. Spítalinn hefur mótað hugmynd að framtíðarlausn, en lausnin felst í viðbyggingu við K-byggingu Landspítalans sem passar vel við staðsetningu annarrar þjónustu við fólk með krabbamein á spítalanum. Samkvæmt hugmyndinni er hægt að leysa úr brýnum vanda á aðeins þremur árum. 

Krabbameinsfélagið hefur kynnt málið fyrir heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og velferðarnefnd Alþingis og upplýst að félagið sé tilbúið að leggja allt að 450 mkr. til að bylta aðstöðunni að því gefnu að stjórnvöld setji verkefnið í forgang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka